Við elskum að búa til góðan mat

Ferskt Pasta ehf. framleiðir ljúffenga rétti fyrir mötuneyti og fyrirtæki. Við framleiðum einnig fljótlega og góða rétti fyrir heimili bæði undir okkar eigin vörumerki Framandi og fyrir önnur vörumerki.  Við leggjum metnað okkar í að framleiða ljúffenga og matarmikla rétti úr úrvals hráefnum. Hráefnin veljum við af alúð og leggjum áherslu á að nota íslensk hráefni.

Vorrúllur frá Framandi kjötfylling
Grænmetis Lasagne frá Pasta ehf.

Metnaður í mötuneytum

Við eigum metnaðarfulla vini í mötuneytum um allt land sem við vinnum náið með. Það er okkar trú að matur í mötuneytum geti og eigi að vera ljúffengur og góður. Saman leggjum við metnað í að bjóða góðan og  heimilislegan mat fyrir börn og fullorðna um allt land. Hafðu samband við okkur ef þú vilt fá ljúffenga og matarmikla rétti í þitt mötuneyti með tölvupósti á pasta@pasta.is eða síma 587-4141.

Þú finnur okkur úti í næstu verslun

Þú finnur ljúfenga og fljótlega rétti úti í verslunum undir vörumerkinu Framandi. Við framleiðslu rétta undir vörumerkinu Framandi leggjum við áherslu á bragðgóðan og heimilislegan mat sem hentar fjölskyldum og einstaklingum sem vilja fljótlega og matarmikla rétti.